Samstöðu- og baráttufundur í Iðnó

14. 02, 2020

Enn hefur ekkert þokast í samningsátt í kjarviðræðum Eflingar við Reykjavíkurborg og því skellur ótímabundið verkfall á hjá borginni á mánudaginn.Félagar í Eflingu, foreldrar og aðrir stuðningsmenn, eru hvattir til að sýna láglaunafólki hjá borginni stuðning með því að mæta á baráttu- og stuðningsfund í Iðnó á mánudaginn kl. 13.Fjölmennum og tökum börnin með!Í samstöðinni felst okkar mesti styrkur.Allir velkomnirDagskrá

  • Hljómsveitin Silkikettirnir
  • Barátturæða – Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
  • Sanngjörn kjarabarátta – félagsmenn í Eflingu taka til máls
  • Hljómsveitin Eva
  • Ágrip af ferilskrá ófaglærðrar Eflingardruslu– Sigurgyða Þrastardóttir
  • Sanngjörn kjarabarátta – félagsmenn í Eflingu taka til máls
  • Lúðrasveit verkalýðsins leiðir mótmælagöngu að ráðhúsinu

Kaffiveitingar