Dagur B. Eggertsson borgarstjóri viðhafði á borgarstjórnarfundi þann 4. febrúar ummæli um störf svokallaðs vaktavinnuhóps sem starfar undir verkstjórn ríkissáttasemjara. Hópur þessi hefur ekki skilað niðurstöðu og Efling hefur sagt að ekki verði undirritað fyrr en hún liggur fyrir. Með vísun til þessa fullyrti Dagur að „það var í raun ekki í höndum borgarinnar að ná samningi áður en þetta verkfall skylli á“.Ummæli Dags eru í algjöru ósamræmi við allan málflutning og kröfur samninganefndar Eflingar, sem kynntar hafa verið rækilega á opinberum vettvangi. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg eru í verkfalli vegna þess að borgin hefur ekki fengist til að mæta tilboðum samninganefndar Eflingar um sérstaka kjaraleiðréttingu láglaunafólks.Það eru undanbrögð af borgarstjóra að fullyrða að störf vaktavinnuhóps séu ástæða verkfallsaðgerða eða að tímasetning aðgerða hafi verið háð þeim.Samninganefnd Eflingar mun að sjálfsögðu íhuga að fresta verkfallsaðgerðum ef borgin sýnir að vilji sé til að mynda raunverulegan umræðugrundvöll um þau lykilatriði sem kjaradeilan snýst um, umfram allt sérstaka kjaraleiðréttingu láglaunafólks.