Eflingu hafa borist fjölmargar stuðningskveðjur.BHM styður Eflingu í sinni baráttu fyrir mannsæmandi kjörum eins og fram kom í viðtali við Þórunni Sveinbjarnardóttur, formann Bandalags háskólamanna.Stjórn Sameykis stéttarfélags hefur lýst yfir stuðningi við yfirstandandi verkfallsaðgerðir Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg og sendir starfsmönnum í verkfalli baráttukveðjurStarfsgreinasambandið hefur birt á vef sínum yfirlýsingu þar sem meðal annar segir: „Starfsgreinasamband Íslands styður réttmætar kröfur um að fólk geti lifað af sínum launum og minnir félagsmenn sína á að ganga ekki í störf félaga sinna sem í verkfalli og sendir Eflingu baráttukveðjur.“Verklýðsfélagið Hlíf hefur einnig birt baráttukveðju á sínum vef þar sem tekið er unir þau sjónarmið sem birtast í yfirlýsingu SGS.Þá hefur BSRB lýst yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir Eflingar og hvatt félagsmenn sína til að virða verkfallsrétt Eflingar og ganga ekki í störf félagsmanna sem eru í verkfalli.Áður hefur verið sagt frá stuðningi Kennarasambands Íslands og VR.Efling stéttarfélag þakkar fyrir víðtækan stuðning við baráttuna fyrir bættum kjörum þeirra lægst launuðu.