Efling – stéttarfélag hefur komið á framfæri athugasemd við Reykjavíkurborg vegna tilvika þar sem félagsmönnum í verkfalli voru greiddar rangar launaupphæðir.
Efling kom athugasemdinni á framfæri við launadeild Reykjavíkurborgar í gær, sunnudag.
Efling hvetur félagsmenn til að setja sig í beint samband við yfirmann sinn hjá borginni vegna rangra launagreiðslna en hafa samband við skrifstofu Eflingar ef fullnægjandi skýringar og leiðréttingar eru ekki veittar.