Um helgina náðust samningar milli Eflingar og ríkisins. Samningnum fylgir svigrúm til að ná fram sérstakri kjaraleiðréttingu á borð við þá sem Efling hefur krafist gagnvart Reykjavíkurborg. Viðræðum um slíka leiðréttingu og um önnur samningsatriði við Reykjavíkurborg er ekki lokið. Verkfall Eflingar í Reykjavíkurborg heldur því áfram.

Verkfall hefst í dag á hádegi meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur, flestir hjá Kópavogsbæ. Fjöldafundur verður haldinn klukkan hálf eitt í safnaðarheimili Digranesskirkju fyrir félagsmenn sem þá leggja niður störf. Meðal þeirra er fjöldi skólaliða og fólk sem starfar við þrif og viðhald. Yfirmenn starfsstöðva miðla upplýsingum um þau störf sem verða undanþegin verkfallsboðuninni.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere