Efling lýsir mikilli furðu á því að Kópavogsbær og SÍS setji ekki orku sína og tíma í að leita lausna í kjaraviðræðum, fremur en að krefja láglaunafólk í verkfalli um að mæta samningslaust til starfa með hæpnum vísunum í Covid-19 faraldurinn.Enginn vilji til viðræðna en flóð af undanþágubeiðnumÁ síðustu viku hefur Kópavogsbær sent Eflingu mikinn fjölda beiðna um undanþágur frá verkfallsaðgerðum. Á sama tíma hefur Samband íslenskra sveitarfélaga tafið kjaraviðræður við Eflingu fram úr hófi og bæjarstjóri Kópavogsbæjar neitað að svara erindum frá formanni og framkvæmdastjóra Eflingar.Kópavogsbær hefur í undanþágubeiðnum sínum krafist þess að tugir félagsmanna Eflingar í verkfalli verði ræstir út til að þrífa grunnskóla, leikskóla og bæjarskrifstofur. Hefur bærinn sett fram kröfu sína með vísun í Covid-19 faraldurinn og meint fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda. Efling telur túlkun Kópavogsbæjar þar að lútandi ekki standast nokkra skoðun.Efling sendi í gær, 18. mars, greinargerð til embættis ríkislögreglustjóra, landlæknis og sóttvarnalæknis þar sem gerð er grein fyrir afstöðu félagsins til undanþágubeiðna Kópavogsbæjar og fjallað um þá sérkennilegu stöðu sem upp er komin, m.a. tafir SÍS og viðbragðsleysi Kópavogsbæjar. Greinargerðina má lesa hér.Efling vinnur í fullu samræmi við ráðleggingar heilbrigðisyfirvalda vegna Covid-19Frá því fyrsta Covid-19 smitið greindist hér landi þann 28. febrúar hefur Efling sóst milliliðalaust eftir ráðgjöf og leiðbeiningum frá sóttvarnaryfirvöldum. Efling veitti ítarleg svör við minnisblaði sóttvarnaryfirvalda sem gefið var út þann 4. mars.Efling tók tilmæli sóttvarnaryfirvalda í minnisblaðinu hraðan frágang kjaraviðræðna mjög alvarlega og lokaði í kjölfarið kjarasamningum við Ríkið þann 7. mars og við Reykjavíkurborg 10. mars.Efling hefur boðið SÍS að ganga frá samningi við félagið á sömu nótum. Hafnaði SÍS því eftir að hafa krafist fimm daga umþóttunartíma milli funda.Efling hefur leitast við að taka ábyrga og málefnalega afstöðu gagnvart því alvarlega máli sem Covid-19 faraldurinn er og tekur vara við því að Kópavogsbær og SÍS reyni að nýta sér faraldurinn til að koma sér undan kjaraviðræðum.Engin vinna til lausnar deilunni í gangi hjá SíSFram kom í fjölmiðlum í gær að engin vinna er í gangi hjá SÍS við að leita lausna á deilunni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi hefur hunsað ítrekaðar óskir um samtal frá formanni og framkvæmdastjóra Eflingar.Efling mótmælir framgöngu Kópavogsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga og hvetur aðila til að ganga til samninga af heilindum.Lausn deilunnar liggur á borðinu – Reykjavíkurborg og Ríkið eru fordæmiðÍ dag er SÍS eini armur hins opinbera sem neitar að semja við Eflingu um leiðréttingu á kjörum láglaunafólks og kvennastétta. SÍS er einangrað í afstöðu sinni. Krafa SÍS er sú að Eflingarfélagar hjá Kópavogsbæ fái verri kjarasamning en félagar þeirra hjá Reykjavíkurborg sem vinna sömu störf, metin til stiga innan sama starfsmatskerfis, og á sama atvinnusvæði.Það er hægt að ljúka kjaradeilunni strax á sömu nótum og ríkið og Reykjavíkurborg gerðu.