Skólaliðar í Eflingu sem starfa í grunnskólum í Kópavogi hafa sent Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs erindi. Í erindinu gagnrýna þeir að Kópavogsbær krefji þau um undanþágur frá verkfalli og að koma til vinnu með vísun í Covid-19 faraldurinn á sama tíma og bæjarstjórinn tefur kjaraviðræður.Skólaliðarnir, sem allir eru konur og flestar af erlendum uppruna, krefjast þess að samið verið um sams konar kjarabætur og félagar þeirra hjá Reykjavíkurborg fengu í nýundirrituðum samningum. Um er að ræða sömu störf, metin til stiga innan sama starfsmatskerfis, á sama atvinnusvæði og undir samningi sama stéttarfélags.Í erindinu segir: „Á sama tíma og þú krefst þess að við komum til vinnu þá neitar samninganefndin þín að gera sanngjarnan samning við okkur og aðra starfsmenn sveitarfélaga. Við vinnum í sömu störfum, innan sama stéttarfélags og á sama atvinnusvæði og félagar okkar hjá Reykjavíkurborg. Samt neitar þú að gera samning við okkur um sams konar launahækkanir og í samningi Eflingar við Reykjavíkurborg.“Um er að tvö samhljóða erindi annars vegar frá starfsmönnum í Álfhólsskóla og hins vegar í Kársnesskóla. Undir bréfin rita samtals 28 félagsmenn.Erindi frá skólaliðum við KársnesskólaErindi frá skólaliðum við Álfhólsskóla