Select Page

Mánaðarlaun félagsmanna Eflingar á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 24.000 kr. samkvæmt launatöflu í samræmi við kjarasamning stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins þann 1. apríl síðastliðinn. Lægri upphæð eða 18.000 kr. lagðist ofan á laun starfsmanna sem eru með mánaðarlaun umfram launatöflu frá sama tíma. Aðrir launaliðir sem kveðið er á um í kjarasamningi, svo sem bónusar í fiskvinnslu, hækkuðu um 2,5%.

Eiga hækkanirnar að koma til útborgunar í launum fyrir aprílmánuð, sem í flestum tilfellum eru greidd út eftir á eða mánaðamótin apríl-maí, og haldast eftir það út gildistíma kjarasamningsins.

Efling hvetur félagsmenn til að gæta að því að hækkanirnar séu greiddar að fullu og birtist með réttum hætti á launaseðli aprílmánaðar þegar hann er gefinn út af atvinnurekanda.

Í samræmi við ofangreindan kjarasamning gildir einnig eftirfarandi frá 1. apríl.

  • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf (173,33 klst. á mánuði eða 40 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir) skal vera 335.000 kr.
  • Starfsmenn fá 51.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní 2020, miðað við fullt starf.
  • Starfsmenn fá 94.000 kr. í desemberuppbót ekki síðar en 15. desember 2020, miðað við fullt starf.

Hér má nálgast kauptaxta Eflingar

Hér er hægt að nálgast Lífskjarasamninginn

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere