Select Page

Félagsmenn á almennum vinnumarkaði (þ.e. starfa hjá einkafyrirtækjum) geta nú fengið allt að 90% endurgreiðslu fyrir starfstengd nám úr fræðslusjóðnum Starfsafli.

Í apríl síðastliðnum samþykkti stjórn Starfsafls  allt að   90% endurgreiðslu af kostnaði vegna starfstengdra námskeiða / náms í stað 75% endurgreiðslu, til að mæta núverandi ástandi í samfélaginu.

Til að mynda er hægt að fá 90% endurgreiðslu á námskeiðsgjöldum Aftur til vinnu sem er námskeið fyrir fólk í atvinnuleit.

Tekur þetta til náms sem keypt er og reikninga sem gefnir eru út á tímabilinu 15. mars til  30. september 2020 og uppfylla skilyrði sjóðsins.

Hægt er að fylla út umsókn hér

Hægt er að senda gögn ásamt umsókn á fraedslusjodur@efling.is

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere