Aftur til vinnu
Efling býður upp á fjögur örnámskeið fyrir atvinnuleitendur undir heitinu Aftur til vinnu. Kennsla fer fram í 14 manna hópum og kenna tveir kennarar hverjum hópi. Hægt er að velja eitt eða fleiri námskeið, allt eftir þörfum hvers og eins.Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.Skráning er hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.isBoðið er upp á námskeiðin á íslensku og ensku og eru þau félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu.Námskeiðin eru styrkt af Starfsafli.
Hvað hef ég fram að færa?
Á þessu námskeiði njóta nemendur aðstoðar náms- og starfsráðgjafa við að safna saman viðeigandi gögnum um færni sína og hæfni á vinnumarkaði.
- Íslenska: 15. september, kl. 9:00–12:00.
- Enska: 15. september, kl. 13:00–16:00.
Hver er ég?
Farið er yfir gerð ferilskrár og kynningarbréfs undir leiðsögn ráðgjafa.
- Íslenska: 17. september, kl. 9:00–12:00.
- Enska: 17. september, kl. 13:00–16:00.
Hvernig ber ég mig að?
Nemendum er kennt hvernig sótt er um starf á netinu, hvernig má nýta og styrkja tengslanet í atvinnuleit og gefin hagnýt ráð í atvinnuviðtölum.
- Íslenska: 22. september, kl. 9:00–12:00.
- Enska: 22. september, kl. 13:00–16:00.
Hvernig nýtist tæknin mér í atvinnuleit?
Á þessu námskeiði er sýnt fram á hvernig nýta má tæknina við atvinnuleit, til að mynda hvernig nýta má stafræna miðla til að koma sér á framfæri og hvernig nýta má word-ritvinnsluforritið til að setja upp ferilskrá og kynningarbréf. Ekki er nauðsynlegt að hafa tölvufærni til að geta nýtt námskeiðið.
- Íslenska og enska: 24. september, kl. 9:00–14:30 með hálftíma hádegishléi.
DROP-INN, líttu inn í fræðslu, spjall og kaffisopa
– Alla fimmtudaga kl. 10:00–12:00Ef þú ert í atvinnuleit, átt frí úr vinnu eða ert af öðrum ástæðum laus við gæti Drop-INN verið eitthvað fyrir þig. Drop-INN felur í sér áhugaverð fræðsluerindi, spjall og kaffisopa í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún 1, 4. hæð, alla fimmtudagsmorgna milli kl. 10:00 og 12:00 frá 17. september og fram í desember.Eflingarfélagar eru hvattir til að nýta sér þessa spennandi dagskrá. Fræðslan fer fram á íslensku með textaþýðingu á ensku. Spjallið fer svo vonandi fram á sem flestum tungumálum!17. september – Ertu í atvinnuleit?Ingibjörg Ebba Björnsdóttir, ráðgjafi VIRK hjá Eflingu, gefur góð ráð um atvinnuleit, fjallar um réttindi atvinnuleitenda og svarar spurningum er snerta fólk í atvinnuleit.24. september – SeiglaIngrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP), fjallar um gildi seiglu þegar á móti blæs.1. október – SjálfsumhyggjaHelga Arnardóttir, félags- og heilsusálfræðingur, fjallar um leiðir til sjálfsumhyggju.8. október – Heimur batnandi ferÁsgeir Jónsson, ráðgjafi, beinir sjónum sínum að því jákvæða og uppbyggilega í umhverfinu í fyrirlestri undir yfirskriftinni Heimur batnandi fer.15. október – Hversdags jógaAlicja Natalia Wacowska, jógakennari, leiðir gesti í auðveldu hversdagsjóga.Framhald verður birt síðar.