Án vinnu – nýr þáttur í hlaðvarpi Radíó Efling

16. 09, 2020

Í þriðja þætti hlaðvarpsins Radíó Efling er fjallað um þær hindranir sem mæta fólki við atvinnumissi, atvinnuleysisbótakerfið og hvaða breytinga er þörf til að bæta kjör þeirra sem missa vinnuna.Í kjölfar faraldurs hafa mörg þúsund manns misst vinnuna. Atvinnuleysisbætur eru of lágar og fólk á bótum líður skömm fyrir að þiggja bætur úr tryggingasjóði sem þau hafa sjálf greitt í.Í þættinum segir Ása Björg Valgeirsdóttir frá því þegar hún missti vinnuna í hruninu og hvernig gildrur í kerfinu gera það að verkum að erfitt er að komast af bótum. Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu og Drífa Snædal, forseti ASÍ fara yfir hverju þarf að breyta og hvernig.Umsjón: Benjamín Julian og Þórunn Hafstað.Viðmælendur: Ása Björg Valgeirsdóttir, Stefán Ólafsson og Drífa Snædal.Radíó Efling er hlaðvarp sem Efling-stéttarfélag heldur úti og er ætlað að taka á hinum fjölmörgu og fjölbreyttu málum sem mæta félagsmönnum Eflingar.Þætti Radíó Eflingar er hægt að nálgast á síðunni http://podcast.efling.is/ eða í podcast appinu þínu.