– Alla fimmtudaga kl. 10:00–12:00Ef þú ert í atvinnuleit, átt frí úr vinnu eða ert af öðrum ástæðum laus við gæti Drop-INN verið eitthvað fyrir þig. Drop-INN felur í sér áhugaverð fræðsluerindi, spjall og kaffisopa í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún 1, 4. hæð, alla fimmtudagsmorgna milli kl. 10:00 og 12:00 frá 17. september og fram í desember.Eflingarfélagar eru hvattir til að nýta sér þessa spennandi dagskrá. Fræðslan fer fram á íslensku með textaþýðingu á ensku. Spjallið fer svo vonandi fram á sem flestum tungumálum!Fyrsta erindið verður núna á fimmtudaginn 17. september – Ertu í atvinnuleit?Ingibjörg Ebba Björnsdóttir, ráðgjafi VIRK hjá Eflingu, gefur góð ráð um atvinnuleit, fjallar um réttindi atvinnuleitenda og svarar spurningum er snerta fólk í atvinnuleit.Nánari dagskrá má sjá hér.