Rauði krossinn býður nú upp á þjónustu fyrir pólskumælandi einstaklinga á Hjálpasíma Rauða krossins 1717 og netspjallinu www.1717.isÞjónustan verður opin á fimmtudögum frá kl. 20-23.Hópur pólskumælandi sjálfboðaliða hefur gengið til liðs við verkefnið og hlotið alla viðeigandi þjálfun til að sinna svörun. Markmiðið er að ná til pólskumælandi einstaklinga sem búa hér á landi og bjóða upp á stuðning og virka hlustun.Það er ókeypis að hafa samband (t.d. þarf enga inneign til að hringja) og þjónustan er ætíð nafnlaus og í trúnaði.