Kjaramálasvið Eflingar sendi frá sér launakröfur fyrir hönd 87 félagsmanna upp á 65,5 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs að því er fram kemur í nýútkominni Ársfjórðungsskýrslu sviðsins. Nokkrir atvinnurekendur eru með 10 eða fleiri opnar launakröfur gagnvart Eflingarfélögum. Meðal þeirra eru Bryggjan-brugghús, City-Park Hotel, Capital-Inn og Messinn.Launaþjófnaður er sívaxandi vandamál á íslenskum vinnumarkaði. Efling sendi frá sér kröfur fyrir hönd 700 félagsmanna að upphæð 345 milljónir króna á síðasta ári. Upphæð launakrafna nam samtals rúmum milljarði síðustu fimm árin.Oft tekur langan tíma að innheimta launakröfurnar með þeim afleiðingum að félagsmenn eiga erfitt með að standa skil á skuldbundingum sínum. Engin viðurlög eru við launaþjófnaði á Íslandi þrátt fyrir loforð stjórnvalda þar um fyrir einum og hálfu ári síðan. Efling berst nú fyrir því að slík viðurlög verði sett hið fyrsta.Ársfjórðungsskýrsla Kjaramálasviðs Eflingar