Select Page

Kjaramálasvið Eflingar sendi frá sér launakröfur fyrir hönd 87 félagsmanna upp á 65,5 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs að því er fram kemur í nýútkominni Ársfjórðungsskýrslu sviðsins. Nokkrir atvinnurekendur eru með 10 eða fleiri opnar launakröfur gagnvart Eflingarfélögum. Meðal þeirra eru Bryggjan-brugghús, City-Park Hotel, Capital-Inn og Messinn.

Launaþjófnaður er sívaxandi vandamál á íslenskum vinnumarkaði. Efling sendi frá sér kröfur fyrir hönd 700 félagsmanna að upphæð 345 milljónir króna á síðasta ári. Upphæð launakrafna nam samtals rúmum milljarði síðustu fimm árin.

Oft tekur langan tíma að innheimta launakröfurnar með þeim afleiðingum að félagsmenn eiga erfitt með að standa skil á skuldbundingum sínum. Engin viðurlög eru við launaþjófnaði á Íslandi þrátt fyrir loforð stjórnvalda þar um fyrir einum og hálfu ári síðan. Efling berst nú fyrir því að slík viðurlög verði sett hið fyrsta.

Ársfjórðungsskýrsla Kjaramálasviðs Eflingar

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere