Select Page

Hlutdeildarlán er umfjöllunarefni á næsta Dropa fimmtudaginn 19. nóvember kl. 10. Í fyrirlestrinum um lánið verður farið yfir hvað hlutdeildarlán er og hver tilgangur þess sé.

Farið verður yfir hvaða skilyrði umsækjandi þarf að uppfylla til þess að eiga kost á hlutdeildarláni t.a.m. laun og eignir. Þá verður farið yfir hvaða íbúðir hægt sé að kaupa með hlutdeildarlánum og hvaða skilyrði þær þurfa að uppfylla. Einnig verður farið yfir hvernig sótt er um hlutdeildarlán og hvernig úthlutun fer fram.
Fyrirlesari er Rún Knútsdóttir lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Ekki hika við að senda spurningar fyrirfram á efling@efling.is eða í gegnum streymið á facebooksíðu Eflingar og einnig má senda spurningar á spjall/messenger Eflingar.

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður viðburðurinn eingöngu í gegnum streymi á facebooksíðu stéttarfélagsins.

 

 

 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere