Select Page

Félag grunnskólakennara, Efling og Sameyki segja álag á starfsfólk leik-, grunn- og tónlistarskóla og frístundaheimila hafa verið mikið á tímum COVID-19. Verulegar breytingar hafi orðið á starfsskilyrðum og inntaki starfa undanfarna mánuði.

Félag grunnskólakennara, Efling og Sameyki, fyrir hönd félagsmanna sinna sem starfa í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og frístundaheimilum, fara fram á við mennta- og menningarmálaráðherra að tryggt verði fjármagn þannig að greiða megi álagsgreiðslur til starfsfólks. Þetta kemur fram í bréfi sem formenn félaganna þriggja; Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, fyrir Félag grunnskólakennara, Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrir Elfingu, og Árni Stefán Jónsson, fyrir Sameyki, sendu Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra síðdegis í dag.

„Það er öllum ljóst að afrek hefur verið unnið í leik-, grunn- og tónlistarskólum og frístundaheimilum landsins undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að heimsfaraldur Covid-19 hafi gríðarleg áhrif á samfélagið hefur að mestu tekist að halda uppi óslitnu skólastarfi við aðstæður sem eiga sér engar hliðstæður,” segir meðal annars í bréfinu til ráðherra.

Þá segir að verulegar breytingar á starfsaðstæðum og starfsskilyrðum hafi átt sér stað. „Þetta hefur haft miklar afleiðingar á inntak starfa og aukið álag á starfsfólk sem alla daga vinnur að því að mennta og gæta barna og ungmenna, og tryggja réttindi þeirra til náms og þroska,” segir orðrétt í bréfinu.

Félögin þrjú fara sem fyrr segir fram á að ráðherra menntamála tryggi fjármagn og að starfsfólk skólanna fái álagsgreiðslur. Lagt er til að um eingreiðslu verði að ræða og útfærsla verði á hendi forstöðumanna hverrar stofnunar. „Heildarfjárhæð sem ráðstafað væri í álagsgreiðslur yrði um 1,0 milljarður króna,” segir í niðurlagi bréfsins.

Bréf Félags grunnskólakennara, Eflingar og Sameykis til mennta- og menningarmálaráðherra

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere