Hvernig lítur launaþjófnaður út í lífi launafólks og af hverju í ósköpunum leggjast ekki allir á eitt um að útrýma þessum svarta bletti á íslenskum vinnumarkaði?Í nýjum hlaðvarpsþætti Radíó Eflingar, Stolin laun fyrir sömu vinnu, heyrum við af reynslu ungs Eflingarfélaga, Ehsans Ísakssonar, af launaþjófnaði og réttindabrotum sem hann hefur orðið fyrir á vinnumarkaði. Saga Ehsans er merkileg. Hann er upprunalega frá Afganistan, fæddur og uppalinn í Íran. Eftir að hafa verið á flótta í mörg ár sem barn kom hann einn hingað til lands og fékk alþjóðlega vernd. Hann kláraði menntaskóla fyrir tveimur árum og hefur upp frá því átt óslitna sögu af yfirmönnum sem brjóta á réttindum hans og stela af honum launum.Í seinni hluta þáttarins er rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, en Efling berst nú fyrir því að sektarákvæði fari í lög til að stemma stigu við launaþjófnaði, sem hleypur á gríðarlegum upphæðum ár hvert. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar staðið í vegi fyrir því og þrátt fyrir loforð þess efnis í tengslum við Lífskjarasamningana, hafa stjórnvöld ekki staðið í lappirnar gagnvart þeim sem sjá hagsmunum sínum ekki borgið í að uppræta launaþjófnað.Hlusta