Félagslegum viðbótarstuðningi er ætlað að styrkja framfærslu aldraðra sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum.Hverjir geta sótt um?Einstaklingar sem eru 67 ára eða eldri, hafa fasta búsetu og skráð lögheimili hér á landi og sem dvelja varanlega á Íslandi. Erlendir ríkisborgarar geta átt rétt á viðbótarstuðningi að uppfylltum nánari skilyrðum.Í hverju felst stuðningurinn?Félagslegur viðbótarstuðningur getur mest orðið 90% af fullum ellilífeyri almannatrygginga. Einstaklingar geta einnig átt rétt á 90% af mánaðarlegri fjárhæð heimilisuppbótar.Allar tekjur greiðsluþega koma til frádráttar fjárhæð mánaðarlegs viðbótarstuðnings utan 25.000 kr. frítekjumarks á mánuði.Umsækjandi verður að hafa sótt um og tekið út að fullu öll réttindi sem hann kann að eiga eða hafa áunnið sér. Þetta á m.a. við um launatengd réttindi, greiðslur almannatrygginga og félagsleg aðstoð ríkisins sem og atvinnutengdar iðgjaldatengdar lífeyrisgreiðslur hjá íslenskum og erlendum aðilum.Hvernig er umsóknarferlið?Sótt er um rafrænt í gegnum Mínar síður á heimasíðu Tryggingastofnunar, www.tr.is. (Til þess að skrá sig inn á Mínar síður þurfa umsækjendur að hafa annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil frá Þjóðskrá Íslands).Mögulegt er að sækja um þrjá mánuði aftur í tímann. (Til 31. janúar 2021 er hægt að sækja um viðbótarstuðning frá gildistöku laganna, 1. júlí 2020).Afgreiðsla umsókna tekur allt að fjórum vikum. Í kjölfar umsóknar á Mínum síðum er umsækjandi boðaður í viðtal hjá Tryggingastofnun.Nánari upplýsingar og umsókn má finna á heimasíðu Tryggingastofnunar