Starfsmaður 21. aldarinnar er hagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja styrkja sig í tækni. Næsta námskeið er kennt á ensku og hefst 6. janúar 2021.Á námskeiðinu er leitast við að kynna tækni og tæknileg heiti á mannamáli til að efla sjálfstraust þeirra sem vinna með tækni.Með námskeiðinu er tekið fyrsta skrefið í heim tækninnar en námið er byggt upp af Mími til að efla starfsmenn á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Mörg störf munu breytast eða jafnvel hverfa vegna tæknilegra framfara – jafnvel hraðar en búist var við vegna efnahagslegrar niðursveiflu af Covid19 faraldrinum. Markmið þessa námskeiðs er að grípa þá sem eru í hættu á að missa starf sitt eða hafa þegar misst það og/eða eru í hlutastarfi.Á námskeiðinu er leitast við að efla einstaklinga í þeirri tækni sem mest ákall er um að einstaklingar tileinki sér til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Námskeiðið snýr að því að upplýsa einstaklinga um möguleg áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á samfélagið og einstaklinga á vinnumarkaði, sem og greina ákjósanlega hæfni og færni hvað varðar tækni með tilliti til niðurstaðna Stafræna hæfnihjólsins sem VR-stéttarfélag hefur þróað og hjálpar einstaklingum að greina eigin tæknifærni.Félagsmenn í starfsmenntasjóðunum Starfsafl, Landmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks fá námskeiðið að fullu niðurgreitt.Námskeiðið er samtals 28 klukkustundir og skiptist í tvo hluta.Fyrri hluti:
- Fjórða iðnbyltingin
- Leiðarvísar að farsælu lífi
- Stafræna hæfnihjólið
Seinni hluti – Örvinnustofur
- Vinnustofa 1: Google í starfi, leik og námi (hluti af óþrjótandi möguleikum Google umhverfisins kynntir)
- Vinnustofa 2: Stafræn gagnavinnsla (myndvinnsla o.fl)
- Vinnustofa 3: Forritun og stillingar (tölvuhlutar, tengingar og sjálfvirknivæðing)
- Vinnustofa 4: Hagnýting samfélagsmiðla (sóknarfæri á samfélagsmiðlum)
Námskeiðið er kennt í fjarnámi og geta því allir af landinu tekið þátt. Þeir sem telja sig þurfa tæknilega aðstoð eða búnað ( tölvu með myndavél og nettengingu) er velkomið að sitja námskeiðið í húsnæði Mímis að Höfðabakka 9 og fá þann stuðning og aðgang að búnaði.Starfs- og námsráðgjafar eru einnig til taks. Kennarar á námskeiðinu eru sérfræðingar í sínu fagi og vanir að nálgast nemendur á mismunandi getustigi hvað tækni varðar.Umsjónarmaður: Anney Þórunn Þorvaldsdóttir, anney@mimir.is Skráning og nánari upplýsingar á vef Mímis, www.mimir.is