Við hefjum Dropann aftur fimmtudaginn 28. janúar kl. 10. Í fyrsta fyrirlestri ársins fer Helga Arnardóttir, félags- og heilsusálfræðingur yfir afleiðingar langtíma atvinnuleysis og verður erindinu streymt á Facebook síðu Eflingar. Eins og margir þekkja fylgja því ýmsar áskoranir að vera án atvinnu til lengri tíma sem geta haft mikil áhrif á líðan okkar og virkni. Farið verður í gegnum þessar helstu áskoranir og fjallað um leiðir til að bregðast við þeim og efla eigin lífsgæði á meðan á tímabili atvinnuleysis stendur.Fyrirlesturinn fer fram á ensku með íslenskum texta.Dropinn er vikulegir fræðslufyrirlestrar fyrir félaga Eflingar og aðra áhugasaman. Viðburðirnir eru hugsaðir fyrir atvinnuleitendur og aðra sem eiga frí á fimmtudagsmorgnum kl. 10. Vegna ástandsins í samfélaginu verða viðburðirnir aðeins á netinu þar til skrifstofa Eflingar verður opnuð aftur.