Fyrirlestur um atvinnulýðræði – beint streymi

Á trúnaðarráðsfundi Eflingar annað kvöld, 11. febrúar, heldur Steinunn Böðvarsdóttir frá hagdeild VR erindi um atvinnulýðræði. Erindið hefst um kl. 19.45 og verður því streymt á Facebooksíðu Eflingar.Fyrirlesturinn fer fram á íslensku með enskum texta.Lýðræði á vinnustað, eða atvinnulýðræði eins og það er iðulega kallað, tekur á sig margar mismunandi myndir. Hér á landi er staða stéttarfélaga sterk og trúnaðarmenn gefa starfsfólki rödd á vinnustöðum. En birtingamynd atvinnulýðræðis í nágrannaríkjum okkar er víða viðameiri og felur m.a. í sér rétt starfsfólks til að kjósa fulltrúa í stjórnir fyrirtækja.