Select Page

Á trúnaðarráðsfundi Eflingar annað kvöld, 11. febrúar, heldur Steinunn Böðvarsdóttir frá hagdeild VR erindi um atvinnulýðræði. Erindið hefst um kl. 19.45 og verður því streymt á Facebooksíðu Eflingar.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku með enskum texta.

Lýðræði á vinnustað, eða atvinnulýðræði eins og það er iðulega kallað, tekur á sig margar mismunandi myndir. Hér á landi er staða stéttarfélaga sterk og trúnaðarmenn gefa starfsfólki rödd á vinnustöðum. En birtingamynd atvinnulýðræðis í nágrannaríkjum okkar er víða viðameiri og felur m.a. í sér rétt starfsfólks til að kjósa fulltrúa í stjórnir fyrirtækja.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere