Select Page

Viltu auka möguleika þína á nýju starfi?

Eflingarfélögum í atvinnuleit stendur til boða ókeypis þátttaka í þriggja vikna námskeiði í umönnun. Kennsla fer fram í húsakynnum Mímis við Höfðabakka 9 frá 8.40-15.50 alla virka daga á tímabilinu 1. til 24. mars næstkomandi.

Námskeiðið er kennt á íslensku og þurfa nemendur því að búa yfir grunnskilningi á tungumálinu til að taka þátt. Einungis er um 18 pláss að ræða.

Valið verður úr hópi umsækjenda en öllum verður svarað.

Skráning fer fram með tölvupósti á efling@efling.is eða í síma 510-7500. Vinsamlega gefið upp nafn, kennitölu, netfang og símanúmer í tölvupósti. Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum í gegnum sama netfang og síma.

Nánari upplýsingar

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere