Ertu án vinnu? Gætir þú þegið góð ráð til að bæta stöðu þína? Eru aðrir þættir í lífinu sem eru að flækjast fyrir þér í atvinnuleysinu?Ef svo er, þá gæti ókeypis einstaklingsráðgjöf fyrir Eflingarfélaga án vinnu verið eitthvað fyrir þig.Boðið er upp á 40 mínútna persónulega ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa um réttindi, atvinnuleit, starfsþróun og náms- og fræðsluúrræði. Þá er einnig hægt að fá ráðgjöf varðandi félagsleg úrræði sem bjóðast á Íslandi.Ráðgjöfin er veitt á íslensku og ensku. Hægt er að fá túlk sé þess þörf en þá þarf að láta vita af því með fyrirvara.Hikaðu ekki við að nýta þetta tækifæri og panta tíma með því að senda tölvupóst á efling@efling.is eða hringja í síma 510-7500 frá 15. janúar 2021. Vinsamlega merkið tölvupóstinn „einstaklingsráðgjöf“ í efnislínu.Ráðgjöfin er Eflingarfélögum að kostnaðalausu og fer fram annan hvern miðvikudag frá 17. febrúar 2021 á skrifstofu Eflingar, Guðrúnartúni 1.