Efling-stéttarfélag mun í ár sem fyrr bjóða félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattframtala. Félagsmenn geta pantað tíma í síma 510 7500.Byrjað verður að bóka í framtalsaðstoð þriðjudaginn 23. febrúar. Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um flóknari framtöl er að ræða svo sem um kaup og sölu eigna þarf að tilgreina það sérstaklega. Aðstoðin við skattframtölin miðast við félagsmenn og maka þeirra. Geta skal fjölda skattframtala þegar tími er pantaður. Nauðsynlegt er að hafa veflykil eða rafræn skilríki meðferðis í viðtalið.Aðstoðin verður veitt laugardaginn 13. mars sunnudaginn 14. mars ef þörf er á. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu félagsins og bóka sig sem fyrst. Það er lögmaður Eflingar, Karl Ó. Karlsson hjá LAG lögmönnum, sem hefur umsjón með aðstoðinni við skattframtölin.Það er grímuskylda og bendum við fólki á að mæta ekki nema 5 mín fyrir bókaðan tíma og að einungis einn mæti fyrir hverja kennitölu. Sé talið fram sameiginlega er nóg að annar aðilinn mæti. Ekki verður hægt að fá úrvinnslu framtalsins útprentaða til að taka með sér.Á skrifstofu Eflingar í s. 510 7500 má fá allar nánari upplýsingar um viðtalstíma og gögn sem hafa þarf meðferðis í viðtalið.