Stuðboltinn og rassabangsinn Margrét Erla Maack kennir félagsmönnum danstakta á Dropanum 25. mars nk. þar sem farið verður í partýtrix, líkamstungumál, hristur og teygjur. Skemmtilegur tími sem kemur púlsinum af stað. Margrét hefur kennt í Kramhúsinu og er einn vinsælasti kennari hússins. Hún er þekkt fyrir lifandi útskýringar og hressleika. Tíminn verður kenndur á ensku en textaður á íslensku.Erindinu verður streymt á Facebook síðu Eflingar og verður upptakan aðgengileg þar áfram.Dropinn er vikulegir fræðslufyrirlestrar fyrir félaga Eflingar og aðra áhugasaman. Viðburðirnir eru hugsað fyrir atvinnuleitendur og aðra sem eiga frí á fimmtudagsmorgnum kl. 10. Vegna ástandsins í samfélaginu verða viðburðirnir aðeins á netinu þar til skrifstofa Eflingar verður opnuð aftur.