Kjör lífeyrisþega til umfjöllunar á næsta trúnaðarráðsfundi Eflingar

Á næsta trúnaðarráðsfundi Eflingar sem haldinn verður 8. apríl nk. kynnir Stefán Ólafsson skýrslu um kjör lífeyrisþega. Skýrslan, sem kemur út innan skamms, fjallar um hvernig samspil almannatrygginga (TR) og lífeyrissjóða mótar tekjur ellilífeyrisþega og öryrkja. Stefán mun bera íslenska lífeyriskerfið saman við lífeyriskerfi á hinum Norðurlöndunum og skýra hvernig skerðingar kerfisins koma sérstaklega illa niður á lágtekjuhópum, konum, öryrkjum og innflytjendum. Þá mun hann fjalla um skattbyrði lífeyrisþega, sem hefur aukist mikið á síðustu áratugum, einkum hjá lágtekju-lífeyrisþegum, og reifa tillögur um úrbætur. Kynningu Stefáns verður streymt á facebooksíðu Eflingar.Í samráði við stjórn Eflingar hefur verið ákveðið að bjóða Eflingarfélögum 55 ára og eldri á fundinn sem sérstökum gestum.Fundurinn hefst kl. 19.30 og fer fram með fjarfundabúnaðinum Zoom.Dagskrá fundar:

  1. „Heimsmetið í skerðingum“ – Stefán Ólafsson fjallar um kjör lífeyrisþega á Íslandi
  2. Önnur mál

Trúnaðarráðsfélagar og gestir eru beðnir að skrá sig rafrænt hér. Ef spurningar vakna eða ef aðstoð þarf við skráningu má hafa samband við Félagssvið í s. 510-7500 eða á felagssvid@efling.is.