Umsóknartímabil í sumarúthlutun hefst 2. mars og lýkur 22. mars og þeir sem geta sótt um eru félagsmenn með 200 punkta eða fleiri. Ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu sótt er um. Úthlutað verður eftir punktakerfi sem byggist á iðgjaldasögu félagsmanna þann 25. mars. Greiðslufrestur er til og með 7. apríl.Eftir úthlutunina opnast bókunarvefurinn í skrefum, þann 12. apríl kl. 8.15 fyrir þá sem eru með 100 punkta eða fleiri og þann 15. apríl kl. 8.15 fyrir þá sem eru með 1 punkt eða fleiri. Ganga þarf frá greiðslu strax. Frá og með 20. apríl kl. 8.15 opnast bókunarvefurinn fyrir alla félagsmenn óháð punktastöðu til að bóka laus hús sem eftir eru yfir sumarið.Sumartímabilið er frá 28. maí til 27. ágúst og aðeins vikuleiga í boði, frá föstudegi til föstudags.Sótt er um rafrænt á bókunarvef Eflingar undir „umsókn“ , en einnig má senda inn þetta umsóknareyðublað útfyllt til skrifstofunnar eða á netfangið orlof@efling.is og þá þarf að koma fram nafn, kennitala og hvaða hús er sótt um sem fyrsta valkost, annan valkost og s.frv. upp í allt að átta valmöguleika.Sjá upplýsingar um þau hús sem eru í boði hér: efling.is/sumarhus