Minnum á dagsferðir Eflingar í Borgarfjörð tvo næstu laugardaga. Enn eru laus pláss. Verð er aðeins 6.000 kr. á mann og hægt er að skrá sig í ferðina á skrifstofu Eflingar í síma 510-7500 eða senda tölvupóst á orlof@efling.is. Gætt verður að sóttvörnum í rútunum, þ.e. varðandi bil á milli gesta (sem ekki eru saman) og boðið upp á grímur og spritt.
Deginum verður varið í náttúru- og söguskoðun í Borgarfirði í góðum félagsskap. Hægt er að velja um tvær ferðadagsetningar, laugardaginn 28. ágúst eða laugardaginn 4. september. Verð er 6.000 kr. á mann og er léttur kvöldverður innifalinn. Frítt er fyrir börn undir 14 ára aldri.
Lagt verður af stað stundvíslega kl. 8:15 frá húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni 1. Mæting kl. 8:00.
- Ekið sem leið liggur að Þingvöllum og þaðan inn á veginn yfir Uxarhryggi sem er fáfarinn en falleg leið í Borgarfjörð. Meðal viðkomustaða í ferðinni verða Reykholt, Hraunfossar, Húsafell þar sem snætt verður nesti, geitabúið á Háafelli, Deildartunguhver og Hvanneyri. Fyrirhugað er að ljúka ferðinni í Borgarnesi þar sem boðið verður upp á léttan kvöldverð og gestum einnig gefinn kostur á að skoða Egilssögu- eða Landnámssýningu í Landnámssetrinu.
- Þetta er einstakt tækifæri til að fara í skemmtilegt dagsferðalag, njóta útsýnis og fallegrar náttúru á sögufrægum slóðum með leiðsögn.
- Áætluð heimkoma er undir kvöld. Hafa þarf í huga ef börn eru með að ferðin tekur u.þ.b. 12 klst.
Ferðalangar þurfa að hafa með sér nesti til dagsins, skjólgóðan fatnað og góða skó. Skráning í ferðina er í síma 510-7500 eða með tölvupósti – orlof@efling.is, senda þarf upplýsingar um nafn og kennitölu. Skráning stendur yfir eins lengi og sætaframboð leyfir og gesti þarf einnig að skrá sérstaklega.
Sjá nánari upplýsingar hér.