Ársfjórðungsskýrsla Kjaramálasviðs Eflingar fyrir tímabilið apríl – júní er komin út, en vegna sumarleyfa kemur hún út seinna en vaninn er.
Starfsfólk Kjaramálasviðs aðstoðaði Eflingarfélaga við 151 nýskráð mál sem er 15 fleiri en á síðasta fjórðungi. Af þeim einstaklingum voru 26% af pólskum uppruna og 35% af öðrum erlendum þjóðernum eða samanlagt 61% samanborið við 39% af íslenskum uppruna. Hlutföllin undirstrika vel þá þekktu staðreynd að verkafólk af erlendum uppruna verður frekar fyrir kjarasamningsbrotum en aðrir.
Heildarfjöldi launakrafna var 35 og af þeim var 1 vegna gjaldþrots fyrirtækis. Launakröfur í heild voru tæplega 20,6 milljónir og þar af rúmlega 2 milljónir í þrotabú.
Á sviðinu innheimtust þegar útsendar launakröfur fyrir 14 félagsmenn upp á samtals kr. 1.457.937.
Lögmenn félagsins innheimtu samtals 51 milljón króna fyrir 126 félagsmenn Eflingar á öðrum ársfjórðungi 2021. Af þeim voru 103 félagsmenn sem fengu tæpar 40 milljónir frá Ábyrgðarsjóði launa vegna gjaldþrota fyrirtækja.