Auglýst eftir kjaramálafulltrúa til starfa

Meginhlutverk kjaramálasviðs er að veita félagsmönnum Eflingar faglega, skilvirka og persónulega þjónustu. Undir sviðið heyrir þjónusta og móttaka einstaklinga varðandi launa- og kjaramál. Kjaramálafulltrúi veitir góða ráðgjöf og kynnir sér mismunandi aðstæður verkafólks og leitar leiða til að koma málum þeirra í réttan farveg. Við leitum að þjónustulunduðum og samviskusömum
starfsmanni í hóp kjaramálasviðs þar sem starfa í dag 10 manns.

Helstu verkefni:

  • Samskipti og þjónusta við félagsmenn og atvinnurekendur
  • Móttaka, svörun og eftirfylgni erinda félagsmanna
  • Bréfaskriftir og kröfugerðir fyrir hönd félagsmanna
  • Útreikningar á kröfum félagsmanna
  • Samstarf við lögmenn félagsins og aðra aðila á vinnumarkaði

Hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Háskólapróf er kostur
  • Reynsla og þekking á vinnumarkaðsmálum og kjarasamningum kostur
  • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og menningarlæsi
  • Rík þjónustulund og umburðarlyndi
  • Skipulags- og greiningarhæfni og geta til að vinna undir álagi
  • Góð tök á íslensku og ensku í ræðu og riti, önnur tungumálakunnátta mikill kostur
  • Góð tölvukunnátta og reynsla í Office 365
  • Nákvæmni og vönduð vinnubrögð

Sótt er um starfið á alfred.is. Umsóknarfrestur er til og með október. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elva Dögg Pálsdóttir, mannauðsstjóri Eflingar, á elvadogg@efling.is

Hjá Eflingu stéttarfélagi starfa um 60 starfsmenn á skrifstofu félagsins, í Guðrúnartúni 1 og útibúi Eflingar í Hveragerði. Félagið var stofnað árið 1998 og er eitt stærsta stéttarfélagið á landinu. Í dag eru félagsmenn um 28.000 og stór hluti félagsmanna er af erlendu bergi brotinn. Efling stéttarfélag gerir aðalkjarasamninga fyrir störf verkafólks og störf í þjónustu ríkis og sveitarfélaga.