Jólamarkaður Eflingar verður haldinn helgina 4. -5. desember. Þar gefst félagsfólki Eflingar kostur á að bóka bás sér að kostnaðarlausu og hafa til sölu handverk sitt eða aðra framleiðslu, t.d. jólakort, kerti, prjónadót eða aðra handavinnu.
Hafir þú áhuga á að taka þátt eða vilt fá nánari upplýsingar geturðu haft samband við Magdalenu Kwiatkowska, magda@efling.is eða í síma: 510-7580.
Umsóknarfrestur er til 19. nóvember.
Við hvetjum allt skapandi og framkvæmdaglatt félagsfólk til að hafa samband og kynna hvað þeir hafa upp á að bjóða.
Athugið að um takmarkað pláss er að ræða og valið verður úr innsendum umsóknum.
Jólamarkaðurinn verður helgina 4. og 5. desember, kl. 13.00 – 16.00 í Félagsheimili Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.
Við ætlum að skapa notalega og skemmtilega jólastemningu þar sem boðið verður upp á kakó og piparkökur, tónlist og afþreyingu fyrir börnin.