Ársfjórðungsskýrsla Kjaramálasviðs Eflingar fyrir tímabilið júlí – september 2021 er komin út.
Starfsfólk Kjaramálasviðs aðstoðaði Eflingarfélaga við 196 nýskráð mál sem er 40 málum fleiri en á síðasta fjórðungi.
Heildarfjöldi útsendra launakrafna var 33 upp á tæpar 15 milljónir. Athygli vekur að engar launakröfur sneru að gjaldþrotum fyrirtækja.
Á sviðinu innheimtust áður útsendar launakröfur upp á samtals kr. 2.079.768.
Lögmenn félagsins innheimtu rúmlega 97 milljónir króna. Vóg þar þyngst lokauppgjör í þrotabú fyrirtækisins Toppfiskur, en þar voru 42 launakröfur upp á samtals rúmar 53 miljónir. Því til viðbótar innheimtust kröfur fyrir 91 einstakling upp á rúmar 44 miljónir hjá lögmönnum á þessum ársfjórðungi.
Ingólfur B. Jónsson, sviðsstjóri Kjaramálasviðs segir það vekja ákveðna undrun hversu mörg fyrirtæki kjósi að fara lögmannsleiðina. „Þessi fyrirtæki kjósa að greiða ekki kröfur á tilsettum tíma og fá frekar á sig löginnheimtu með tilheyrandi auknum kostnaði, en einungis rétt rúmar 2 milljónir innheimtust af starfsmönnum á Kjaramálasviðs af þeim 15 milljónum sem voru útistandandi.‟