Góð mæting var á félagsfund Eflingar sem haldinn var 9. desember sl. Á fundinum flutti Stefán Ólafsson erindi um helstu áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjárlögum fyrir næsta ár, með megináherslu á það sem snertir hag launafólks. Hann lagði einnig mat á horfur og sóknarfæri fyrir nýjan kjarasamning á komandi ári og reifaði hugsanlegar leiðir í útfærslu kjarabóta fyrir láglaunafólk, bæði hvað snertir launahækkanir og brýnar umbætur í velferðarkerfinu og skattkerfinu.