Hvað færð þú mikla launahækkun?

Þann 1. janúar nk. hækka laun hjá Eflingarfélögum sem koma til útborgunar 1. febrúar nk. Mismunandi er eftir greinum með hvaða hætti hækkunin er.

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði

Kauptaxtar hækka um 25.000 kr. – sjá nýja launatöflu.

Almenn hækkun hjá þeim sem taka ekki laun skv. kauptaxta er 17.250 kr.

Lágmarkslaun fyrir fullt starf verða 368.000 kr. á mánuði.

Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,5%.

Starfsfólk Reykjavíkurborgar

Kauptaxtar hækka um 25.000 kr. – sjá nýja launatöflu.

Lágmarkslaun fyrir fullt starf verða 368.000 kr. á mánuði.

Önnur laun skv. gr. 1.1.3 hækkun um 2,5%.

Starfsfólk annarra sveitarfélaga en Reykjavíkurborgar

Kauptaxtar hækka um 25.000 kr. – sjá nýja launatöflu.

Starfsfólk ríkis/hjúkrunarheimila

Kauptaxtar hækka um 17.250 kr. – sjá nýja launatöflu.