Starfsmatsnefnd Reykjavíkurborgar hefur samþykkt endurmat á eftirtöldum störfum starfsfólks leikskóla og starfsfólk í velferðarþjónustu.
Hætt er að nota starfsheitið Starfsmaður 2 og starfsmaður 2 með stuðning. Allir sem voru í þessum starfsheitum færast í starfsheitin leiðbeinandi 1 eða leiðbeinandi 1 með stuðning.
Grunnröðun starfa í leikskóla verður frá 1. júní 2021
- Leiðbeinandi 1 hækkar úr launaflokki 230 í 233
- Leiðbeinandi 1 með stuðning hækkar úr launaflokki 234 í 236
- Leiðbeinandi 2 hækkar úr launaflokki 233 í 235
- Leiðbeinandi 2 með stuðning hækkar úr launaflokki 237 í 240
- Leikskólaliði hækkar úr launaflokki 235 í 239
- Leikskólaliði með stuðning hækkar úr launaflokki 237 í 242
Laun verða leiðrétt afturvirkt frá 1.6.2021. Áætlað er að launaleiðréttingin komi til afgreiðslu 1. apríl eða 1. maí 2022.
Grunnröðun starfa í velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg verður:
- Starfsmaður við umönnun hækkar úr launaflokki 234 í 237 frá 1.12.2021.
- Félagsliði í búsetuþjónustu hækkar úr launaflokki 240 í 242 frá 1.04.2020 til 31.12.2021 og úr launaflokki 242 í 244 frá 1.01.2022.
- Félagsliði í umönnun hækkar úr launaflokki 239 í 245 frá 1.10.2021 til 21.12.2021 og úr launaflokki 245 í 247 frá 1.01.2022.
- Félagsliði í heimaþjónustu hækkar úr launaflokki 237 í 243 frá 1.10.2021 til 31.12.2021 og úr launaflokki 243 í 246 frá 1.01.2022.
Laun verða leiðrétt afturvirkt og mun launaleiðréttingin koma til afgreiðslu 1. maí eða 1. júní 2022.