Út er komið nýtt hefti af Kjarafréttum Eflingar sem fjallar um afleita stöðu leigjenda.
Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum. Meðaltal þessa hlutfalls fyrir alla leigjendur er hins vegar 45% og stórir hópar fara upp í 70%.
Í nýútgefnu 6. tölublaði af Kjarafréttum Eflingar er dregin upp mynd af þessu ófremdarástandi.