Nám í Félagsliðagátt hefst þann 1. september næstkomandi og er umsóknarfrestur til 18. ágúst. Námið er fyrir þá sem vinna við umönnun t.d. á öldrunarheimilum, í heimaþjónustu eða við heimahlynningu, eru með a.m.k. þriggja ára starfsreynslu við umönnunarstörf og hafa náð 22 ára aldri. Nemendur þurfa einnig að hafa lokið 190 klukkustunda starfstengdum námskeiðum.
Skráning fer fram hjá Eflingu: efling@efling.is eða í síma 510-7500. Umsóknafrestur til 18 ágúst.
Kennslutímabil: 1. september til 15. desember 2022
Kennslan er blanda af fjar- og staðnámi.
Námið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem vinna við umönnun og er þeim að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar hér