Íslenska velferðarríkið í samanburði við hin norrænu velferðarríkin

Út er komið nýtt eintak af Kjarafréttum Eflingar (nr. 9). Þar er fjallað um íslenska velferðarríkið í samanburði við hin norrænu velferðarríkin.

Niðurstöður sýna að útgjöld til velferðarríkisins á Íslandi eru minni að vöxtum en á hinum Norðurlöndunum á nær öllum sviðum velferðarmála. Á sumum sviðum munar verulegu. Þetta dregur stórlega úr réttmæti þess að kalla Ísland „norrænt velferðarríki“.

PDF-útgafa tölublaðsins hér.