Nú þegar haustar og laufin falla er kominn tími til að skrá sig á námskeið! Það er mikið gleðiefni að segja frá því að dagskrá námskeiða og fræðsluviðburða fyrir veturinn 2022-2023 er tilbúin. Ekki verður lengur prentað sérstakt fræðslublað og fræðslustarfið þess í stað auglýst rafrænt. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir dagskránna í vetur. Nánari upplýsingar um fræðslumál Eflingar með ítarlegri lýsingu á námskeiðum er aðgengileg á vefsíðu félagsins.
FAGNÁMSKEIÐ:
- Umönnun – fagnámskeið I og II
- Félagsliðagátt / Félagsliðabrú
- Framhaldsnám félagsliða – fötlun og geðraskanir
- Framhaldsnám félagsliða – heilabilun
- Starfsfólk leiksskóla – fagnámskeið I og II
- Leikskólaliðabrú
- Námskeið fyrir dyra- og næturverði
RÉTTINDI:
- Réttindi og skyldur á vinnumarkaði
- Réttindi og skyldur leigjenda
- Lífeyrisréttindi
- Skattkerfið á Íslandi
- Á tímamótum – starfslokanámskeið
TRÚNAÐARMANNANÁMSKEIÐ:
Frá september til maí verða mánaðarlega haldin einsdags námskeið fyrir trúnaðarmenn. Hafðu samband við felagsmal@efling.is ef þú hefur áhuga á því að gerast trúnaðarmaður á þínum vinnustað.