Út er komið nýtt tölublað af Kjarafréttum Eflingar. Þar er fjallað um lífeyri og ráðstöfunartekjur eftirlaunafólks. Sýnt er með nýjum gögnum að lífeyrir er almennt lágur hjá þorra eftirlaunafólks, mun lægri en flestir búast við.
Megin skýringin á því er alltof lítið framlag almannatrygginga (TR) til greiðslu ellilífeyris. Þessi útkoma er skoðuð í samhengi við ítrekaðan málflutning um að Íslendingar búi við besta lífeyriskerfi í heimi. Útskýrt er hvers vegna lífeyriskerfið rís ekki undir þeirri einkunnargjöf.
Lesið tölublaðið hér.
Öll útkomin tölublöð Kjarafrétta má nálgast hér.