Skráning hafin á Eldhús og mötuneyti – fagnámskeið I, II og III

14. 09, 2022

Efling mun í vetur halda áfram samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi um að kenna fagnámskeið fyrir starfsmenn í eldhúsum og mötuneytum. Markmið námskeiðanna er að auka færni starfsfólks til þess að sinna störfum sínum í mötuneytum og eldhúsum. Áhersla er lögð á að auka faglega þekkingu á sviði matvæla- og veitingagreina og gefa fullorðnum tækifæri til fagmenntunar á sviðinu. Á fagnámskeiðinum I og II er  lögð áhersla á samskipti, tölvunotkun, hreinlætisfræði, næringarfræði og matreiðslu á grænmetisfæði. Á fagnámskeiði III er áhersla á matseðlagerð og matreiðslu á fæði fyrir fyrir grænkera/vegan.

Nám á fagnámskeiðunum er metið til eininga í námi í matvæla- og veitingagreinum, þar á meðal námi matsveina og matartækna.

  • Fagnámskeið I verður kennt 3. október – 23. nóvember 2022, á mánudögum og miðvikudögum, kl. 15:00 – 17:30
  • Fagnámskeið II verður kennt 30. janúar – 27. mars 2023, á mánudögum og miðvikudögum, kl. 15:00 – 17:30
  • Fagnámskeið III: verður kennt 17. apríl – 25. maí 2023, á mánudögum og miðvikudögum, kl. 15:00 – 17:30

Nánari upplýsingar um námskeiðin og má lesa hér.

Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi.

Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa í eldhúsum og mötuneytum. Fyrir þá sem starfa hjá hinu opinbera er námið að kostnaðarlausu.

Í tilvikum Eflingarfélaga sem starfa á almenna vinnumarkaðnum getur vinnuveitandinn kostað námið og fengið námsgjaldið endurgreitt frá Starfsafli, starfsmenntasjóði Eflingarfélaga á almenna vinnumarkaðnum. Hafið samband við fræðslu- og félagsmál til að fá upplýsingar og ráðgjöf um þetta.

Skráning er á vefnum, sjá eyðublað hér að neðan. Ef þið þurfið aðstoð við skráninguna getið þið haft samband við Eflingu-stéttarfélag í síma 510 7500.

Skráningareyðublað

Please select a valid form