Breyttur opnunartími á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni

23. 01, 2023

Þann 1. febrúar 2023 mun skrifstofa Eflingar breyta opnunartíma í Guðrúnartúni 1. Er þessi breyting liður í því að efla þjónustu við félagsfólk Eflingar sem kýs að nýta sér rafrænt aðgengi að þjónustuþáttum Eflingar, en félagsfólk hefur í auknum mæli kosið að beina erindum sínum til Eflingar með tölvupósti eða símleiðis.

Opnunartími verður kl 9:00 – 15:00 mánudaga til fimmtudaga en kl. 9:00 – 14:00 á föstudögum. Opnunartími skrifstofu Eflingar í Hveragerði verður sem áður á miðvikudögum kl 9:00 – 15:00.

Ávallt er hægt að senda inn erindi til Eflingar á netföngin [efling@efling.is, vinnurettindi@efling.is, sjukrasjodur@efling.is og fraedslusjodur@efling.is] ásamt því að hafa samband í aðalnúmer Eflingar s. 510 7500. Efling vekur athygli félagsfólks á nýju netfangi Vinnuréttindasviðs [vinnurettindi@efling.is] og sérstöku netfangi fyrir fyrirspurnir fyrirtækja og stofnana [atvinnulif@efling.is].

Við hvetjum félagsfólk Eflingar til að nýta sér þær þjónustuleiðir sem hentar þeim hverju sinni og minnum á Mínar síður þar sem hægt er að sækja um styrki, orlofshús, skoða iðgjöld og fleira.

Með kveðju

Starfsfólk Eflingar