Leikskólaliðabrú – fjarnám
Nám á leikskólaliðabrú er ætlað þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Það er eininga bært og kennt samkvæmt nýrri námskrá. Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar. Brúarnám miðast við 3ja ára starfsreynslu og ca. 140-170 stunda starfstengd námskeið. Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni. Námið er 61 framhaldsskólaeining og er kennt á fjórum önnum.
Leikskólaliðanám hefst 28. janúar 2023. Skráning fer fram hjá Eflingu og er á vefnum – Sjá eyðublað hér
Ef þið þurfið aðstoð við skráninguna getið þið haft samband við Eflingu-stéttarfélag í síma 510 7500 eða sent tölvupóst á netfangið felagsmal@efling.is
Nánari upplýsingar um námið: Irma Matchavariani, irma@mimir.is