Efling hefur látið frá sér yfirlýsingu vegna tilboðs SA sem lagt var fram á samningafundi í liðinni viku og kynnt opinberlega.
Í yfirlýsingunni er framsetning tilboðs SA gagnrýnd, og afstaða Eflingar áréttuð. Samninganefnd Eflingar krefst kjarasamnings sem endurspeglar háan kostnað sem fylgir því að búa og starfa á Höfuðborgarsvæðinu. Þá þarf kjarasamningur að taka tillit til samsetningar félagsmannahóps Eflingar, sem er önnur en á landsbyggðinni.