Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að stefna SA fyrir Félagsdómi til þess að fá boðað verkbann gegn félagsfólki Eflingar ógilt.
ASÍ telur að ákvörðun um verkbann sé ógild, m.a. sökum þess að stjórn SA sé óheimilt að taka slíka ákvörðun og vegna þess að ójafnt atkvæðavægi félagsmanna SA í kosningunni um verkbannið eigi sér ekki lagastoð.
Þá er verkbannsboðun talin ólögleg að mati ASÍ vegna þess að allir félagsmenn SA voru á kjörskrá burtséð frá því hvort þeir starfi á félagssvæði Eflingar eða ekki.
Að lokum eru tilteknir formgallar á verkbannsboðun SA taldir gera hana ólöglega.
Málið verður þingfest á mánudaginn.