Vilt þú eiga möguleika á að vinna 40.000 kr gjafakort?
Kæru félagar
Nú þurfum við hjá Eflingu á ykkar hjálp að halda. Við viljum biðja ykkur að taka þátt í könnun um stöðu ykkar. Það tekur stuttan tíma og allir sem vilja komast í pott og geta unnið 40.000 króna gjafakort.
Könnunin er á vegum Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og er nú lögð fyrir þriðja árið í röð. Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun um stöðuna á vinnumarkaði, sér í lagi varðandi fjárhagsstöðu og heilsu. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina stöðu launafólks á Íslandi og berjast fyrir betri lífsskilyrðum.
Það tekur aðeins um 15 mínútur að svara könnuninni og ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga. Spurt er um fjárhagsstöðu, líðan, heilsufar, kulnun og réttindabrot á vinnumarkaði.
Framkvæmd könnunarinnar er alfarið í höndum Vörðu, sem sér um hönnun spurninga, uppsetningu, framkvæmd og úrvinnslu á niðurstöðum.
- Könnunin verður opin í tvær vikur og hægt er að svara henni í síma, spjaldtölvu eða tölvu.
- Könnunin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.
- Þrír þátttakendur vinna 40.000 kr. gjafakort fyrir þátttökuna.
- Könnunin opnar fimmtudaginn 9. febrúar og verður lokað miðvikudaginn 22. febrúar.
- Könnunin er ópersónurekjanleg. Happadrætti sem þátttakendum gefst kostur á að taka þátt í er á öðrum hlekk og ekki hægt að rekja saman svör í könnuninni við þátttöku í happadrættinu.
Við hvetjum allt félagsfólk til að taka þátt í könnuninni, enda afar mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.
Smelltu hér fyrir neðan til að taka þátt í könnuninni á mínum síðum: