Samtök atvinnulífsins sigldu í dag kjaraviðræðum við Eflingu í strand. Samtökin reyndust óviljug til að koma til móts við Eflingu, jafnvel þótt aðeins væri um að ræða aðlaganir innan þess ramma sem þegar hefur verið samið um við önnur stéttarfélög. Með því brugðust SA ábyrgð sinni.
Jafnframt gengu Samtökin á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu í hús við viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samtökin lofuðu því að slíkar viðræður færu fram meðan verkfallsaðgerðum yrði frestað. Munnlegt samkomulag þessa efnis lá fyrir og var gert í viðurvist Ríkissáttasemjara.
Verkföll félagsfólks í Eflingu á Íslandshótelum, Berjaya hótelkeðjunni, Edition hótelinu og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi hefjast að nýju á miðnætti í kvöld.