Sunnudaginn 14. maí verður kaffiboð fyrir Eflingarfélaga 70 ára og eldri haldið að Gullhömrum í Grafarholti. Efling – stéttarfélag býður gestum upp á kaffi og meðlæti og leikið verður fyrir dansi. Húsið opnar kl. 14:00.
Félagsmönnum er velkomið að bjóða með sér maka eða félaga, þó aðeins einn gest.
Skrá sig þarf fyrirfram. Enga miða þarf heldur verður nafnalisti við innganginn. Hægt er að skrá sig með eftirtöldum hætti til 10. maí:
- Rafrænt á heimasíðu Eflingar (sjá eyðublað hér að neðan).
- Með því að hringja á skrifstofuna í síma 510 7500.
Þar sem um takmarkaðan fjölda er að ræða gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá.